Aðaldundur deildarinnar

Aðaðfundur deildarinnar var haldinn í gær miðvikudaginn 20. Maí. Fámennur en góðmennur fundur. Farið var yfir störf stjórnar og deildarinnar undangengið starfsár.

Reikningar deildarinnar yfirfarnir og gerð grein fyrir einstakla liðum.

Eins og venjulega færum við íbúðum gjafir og erum stolt af því. Yngstu börnin fá heyrnahlífar við hálfs árs aldurinn. Nemendur í 1. bekk fá endurskinsvesti og 8. bekkingar reykskynjara. Við færðum skíðafélaginu 10 fullorðinshjálma á síðasta ári. Við höfum styrkt björgunarsveitir og við keyptum einn súrefnismettunarmæli í söfnum sem staðið var fyrir. Tókum áskorun slysavarnadeildar um þáttttöku. Koma á súrefnismettunarmælum fyrir í flugvélum.

Við þökkum öllum sem komu að starfi deildarinnar á einn eða annan hátt.

Fjáröflun deildarinnar var rædd á fundinum og ljóst að góð fjáröflun, sjómannadagskaffið, verður ekki þetta ár né heldur sala á tjaldstæðinu í tengslum við Fiskidaginn mikla. Stjórn mun skoða málið.

Landsmót slysavarnadeilda verður á haustdögum í Hveragerði.

Stjórnin verður órbeytt næsta starfsár.

 

 

Athugasemdir