Aðalfundi deildarinnar lokið

Fámennum en góðmennum aðalfundi er lokið. Helstu fréttir af fundinum eru:

Katrin Sif  Ingvarsdóttir sagði sig úr stjórn af persónulegum ástæðum. Við þökkum henni góð störf í þágu deildarinnar.

Helga Dögg Sverrisdóttir var endurkjörinn formaður.

Elísa Rán Ingvarsdóttir var endurkjörin í stjórn.

Fyrir sat Hólmfríður Amalía Gísladóttir.

Utan stjórnar sem gjaldkeri er Kolbrún Gunnarsdóttir.

Stjórnin verður ekki fullmönnuð starfsárið 2019-2020 sem og sumar starfsnefndir. Fáist fólk á starfsárinu hefur stjórnin heimild aðalfundar til að bæta við mannskapinn.

Við þökkum þeim sem hafa starfað í nefndum, og gáfu ekki kost á sér að nýju, kærlega fyrir gott starf í þágu deildarinnar.

Undir liðnum önnur mál var stjórninni þakkað fyrir öflugt og gott starf þrátt fyrir að vera undirmönnuð á liðnu starfsári.

Brot út skýrslu stjórnar kemur síðar inn á síðuna.

 

 

Athugasemdir