Afstaðið landsþing Slysavarnafélagsins Landsbjargar

Þingið var haldið á Egilsstöðum 17. -19. maí. Þrír fulltrúar deildarinnar sátu þingið sem hefur 2 atkvæði og bæði nýtt. Eins og í öðrum kosningum er mikilvægt að nýta kosningarétt sinn.

Kosið var um nýjan formann. Af Smára Sigurðssyni tók Þór Þorsteinsson. Deildin þakkar fráfarandi formanni góð viðkynni og óskar þeim nýja velfarnaðar í starfi.

Starfsmenn og stjórn samtakanna hafa unnið í haginn fyrir þingfulltrúa og öll gögn komin í hendur fólks áður en þingið hefst. Allar kosningar eru rafrænar.

Ályktanir eru lagðar fram og vísað til umræðuhópa sem ræður um þær og gerir breytingartillögu sé þess þörf. Næstu daga verður stiklað á stóru um ályktanir sem lágu fyrir þinginu, þó aðallega umræðunum sem fóru fram.

Nýtt fólk kom í stjórn og mun því verða gerð skil síðar.

Björgunarleikarnir voru á sínum stað. Á leið okkar á fundarstað rákumst við á þennan hóp og er virklega gaman að sjá hvað liðið gera mikið úr þessu, m.a. með búningum. Hóparnir settu mikinn svip á bæðinn svo ekki sé meira sagt.

 

 

Athugasemdir