Annað brot úr skýrslu formanns

Sjómannadagurinn og allt í kringum hann gekk vel.

Á sumardögum var ákveðið að steikja kleinur og soðið brauð til að selja á Fiskidaginn. Átta manns mættu báða dagana og gekk vel. Félagsmenn gáfu deildinni auk þess brauðmeti. Salan fór fram á fimmtudeginum fyrir Fiskidag. Margar hendur vinna létt verk.

Kvennaþing var haustdögum í Ólafsvík. Tveir félagsmenn lögðu land undir fót og óku þangað. Nafn þingsins hefur mætt andstöðu innan Landsbjargar og því var ákveðið að kalla viðburðin Landsfund slysavarnadeilda og verður næsti landsfundur í september 2020 í Hveragerði.

Deildin stóð fyrir námskeiði í sálrænni skyndihjálp. Þeir slysavarnafélagar sem eru á útkallslista var boðin þátttaka sem og nokkrum félögum í Björgunarsveitinni Dalvík.

Umferðarþing var haldið í Reykjavík á haustdögum og sótti formaður það. Því miður komust ekki fleiri. Fróðlegt í alla staði en þarna hittust allir aðilar sem koma að umferðaröryggi landsins.

Rafhlöðu- og reykskynjarasala deildarinnar gekk vel.

Í nóvember tveir stjórnarmenn alþjóða heilbrigðisþingið í Tælandi. Ferðinni var gerð skil á jólafundinum. Við þökkum stuðninginn sem við fengum frá deilinni sem og Dalvíkurbyggð. Haldið verður umferðaröryggisþing í grunnskólanum sem þakklæti fyrir styrk bæjarins.

Björgunarsveitin Kári í Öræfum óskaði eftir styrk frá slysavarnadeildum landsins vegna bílakaupa. Sveitin sinnir víðfeðmu svæði og hefur ekki slysavarnadeild að baki sér eins og margar aðrar sveitir. Stjórnarmenn ákváðu að styrkja sveitina og sýna þannig í verki að félagið er ein liðsheild og allir vinna að sömu markmiðum.

Framundan er Landsþing Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Egilsstöðum og fara þrír félagsmenn.

Athugasemdir