Bakverðir óskast

Þegar hart er í ári hjá fólki hættir það oft að styrkja sjálfboðaliðasamtök. Það er slæmt. Samtökin hafa þá ekki sömu getu til að starfa af fullum krafti. Nú leitar Slysavarnafélagið Landsbjörg eftir fleirum bakvörðum. Þeir sem nú þegar eru bakverðir eiga þakkir skildar.

Félagar í samtökunum sinna alls konar verkefnum, nefndu það á nafn og því er sinnt. Fleiri þúsund sjálfboðaliðar taka þátt í aðgerðum á vegum samtakana. Margar hendur vinna létt verk og samtökin hafa sýnt og sannað að þau eru ómissandi hlekkur í keðju almannvarna.

Til að gerast bakvörður getur þú smellt hér

Farið varlega, varist slysin. Akið á löglegum hraða og við aðstæður.

Athugasemdir