Banaslys í umferðinni

Í slysavarnahópnum var rætt um nauðsyn þess að efla málaflokkinn um banaslys í umferðinni. Hvað þarf  að gera til að sporna við þróuninni.

Er ákveðið andvaraleysi meðal þjóðarinnar og við sættum okkur við ákveðinn fjölda banaslysa. Er málaflokknum tryggt nægilegt fjármagn eða geta slysavarnadeildir gengið harðar fram þegar að fjármagninu kemur.

Umræða um bílbeltanotkun grunnskólakennara er ábótavant víða. Margir komu inn á að nauðsynlegt sé að gera könnun á meðal grunnnema eins og leikskólabarna.

Barnabílstólanotkun barna meðal ferðamanna kom til tals. Góð vísa er aldrei of oft kveðin og það er mat fundarins að bílaleigur verðiað standa vaktina með upplýsingar leigi ferðamenn með barn bíl.

Velt var upp þeirri fyrirspurn hvað gerist eftir að Samgöngustofa hefur fengið kannanir. Hvernig geta deildir nýtt sér niðurstöðurnar.

Mikil fjölgun slysa meðal ökumanna sem neytir fíkniefna sem og framanákeyrsla er staðreynd. Hvað er til ráða og á hvern hátt náum við til ökumanna með fræðslu.

 

Önnur öryggismál

Rætt var um barnabílstóla m.t.t. öryggi þeirra. Tillaga kom fram um að senda áskorun til þar til bæra yfirvalda, frá þinginu, um að banna stóla sem þykja ekki nógu öryggir. Áskorunin þess efnis var ekki lögð fram og því bíður þetta betri tíma. Slysavarnadeildir geta þó rætt málið og jafnvel skoðað það frekar. Ísland krefst ákveðinna öryggisstaðla og spurning hvort þeir dugi.

Athugasemdir