Breytt starfssemi, reykskynjarar bíða

Á tíma Kórónuveirunnar er starfssemi deildarinar lögð á ís, að mestu. Aðalfundi var frestað en ársskýrslu og reikningum var komið til Landsbjargar eins og vera ber.

Fermingum var frestað og því hafa börnin ekki fengið reykskynjara. Fermingar verða síðsumars og þá afhendum við þeim gjöfina frá deildinni.

Stjórn deildarinnar bíður átekta til 4. maí og þá verður ákvörðun um sjómannadagskaffið tekin. Fer allt eftir hvað sóttvarnalæknir ákveður um fjölda fólks. Eigi fólk að halda fjarlægð sjáum við í hvað stefnir.

Fiskideginum var frestað og því fellur kleinubakstur tengdum honum niður.

Stefnum á að endurnýja björgunarvesti í kössunum á höfninni áður en lagt um líður.

Stjórn er í rafrænum samskiptum um þau mál sem þarf hverju sinni.

Við minnum ykkur á að fara eftir fyrirmælum yfirvalda, tökum enga áhættu.

Athugasemdir