Brot úr ræðu Felix Jósafatssonar í slysavarnamessunni

Sunnudaginn 17. nóvember stóð deildin fyrir slysavarnamessu í samráði við prest Davíkurkirkju. Fjölmenni sótti messuna og að henni lokinni bökuðu félagar deildarinnar vöfflur og löguðu kaffi handa messugestum.

Við þökkum þeim sem heiðruðu þá sem lent hafa í umferðarslysum sem og viðbragðsaðilum með nærveru sinni.

Felix Jósafatsson fyrrum varðstjóri lögreglunnar á Dalvík hélt tölu. Hann stiklaði á stóru um ýmsa þætti og hér má lesa brot úr ræðu hans.

Í dag er alþjóðlegur minningardagur um fórbarlömb umferðarslysa. Dagur þessi er að tilhlutan Sameinu þjóðanna, sem hafa tileiknað þriðja sunnudag í nóvember þessari minningu. Hiti og þungi af þessum degi hér í dag er í höndum Slysavarnadeildarinnar Dalvík.

Allir upplifa með einum eða öðrum hætti afleiðingar umferðarslysa og erfitt að finna einstakling sem þekkir ekki eða ienhver sem lendt hefur í alvarlegur slysi í umferðinni. Um það bil 4000 einstaklingar láta lífið og hundruðu þúsunda slastast í umferðinni í heiminum á degi hverjum. Enn fleiri þurfa að takast á v ið áföll, sorgir og eftirsjá af völdum þessa.

Áhersla hefur verið lögð á fræðslu og leiðbeingar til að breyta viðhorfi ökumanna til áhættuhegðunar eins og hraðasksturs og ölvunar og vímuefnaaksturs. Þá er farsímanotkun við akstur dæmi um aukna áhættuhegðun ökumann, sem hefur stóraukist og veldur hvað mestum áhyggjum í umerðaröryggismálum heimsins í dag.

Umferðarslysum hefur fjölgað á nýjan leik og sú breyting er áberandi að stærri og stærri hluti þeirra sem látast í umferðinni eru erlendir ríkisborgarar. Þetta er því miður fylgifiskur stóraukinnar umferðar ferðafólks hér sem erfitt er að höndla.

Getum vð eitthvað gert til að bæta okkar umferðarmenningu hér í nærumhverfinu. Til að svara því ætla ég að leyfa mér að vitna í niðurstöður úr umferðarþingi nemenda Dalvíkurskóla sem haldið var í vor. Þar er eftirtektarverðast hve oft krakkarnir nefnda ,,sími undir stýri“, hraði bíla er oft nefnt. Þá nefna þau gróður skerði útsýnið og hrekur þau stundum út á götuna. Snjómokstur er börnunum hugleikinn og sem dæmi segja þau að gangstéttir séu aldrei mokaðar, bara gatan og því þurfi krakkarnir að labba á götnni í skólann, svo notuð séu þeirra orð.

Getum við aukið forvarnir og bætt okkur sem ökumenn hér á Dalvík. Jú við getum ekið hægar og virt þær hraðatakmarkanir sem bæjaryfirvöld setja, sleppt því að tala í farsím við akstur, munað eftir að spenna öryggisbeltin og tekið meira tillit til gangandi og hjólandi vegfarenda.

Dagurinn í dag er ekki bara tileinkaður minningu látinna í umferðarslysa heldur hefur skapast sú hefð að heiðra þær starfsstéttir sem sinna björgun og aðhlynningu þegar umferðarslys verða. Hér eru þetta björgunarsveitin, sjúkralið og læknar, slökkvilið og lögreglan. Þeir eru færðar innilegar þakkir. Það er alltaf erfitt að koma að alvarlegu slysi og því nauðsynlegt að hlúa að þeim sem því sinna. Sem betur fer hefur orðið bylting í þessum málum og þeim sem koma að alvarlegu slysi er boðin áfallahjálp sem stýrt er að fagaðilum og hjálpar mikið við að takast á við þá erfiðu reynslu sem það er að þurfa að sinna mikið slösuðu og jafnvel látnu fólki.

Að lokum bið ég alla viðstadda að rísa úr sætum og minnast fórnarlamba umferðarslysa með einnar mínútu þögn.

 

Athugasemdir