Dalbær 40 ára og deildin færði þeim gjöf

Þegar Dalbær, dvalarheimili aldraðra í Dalvíkurbyggð hélt upp á 40 ára starfsafmæli sitt, sunnudaginn 11. október, mætti formaður deildarinnar færandi hendi. Ákveðið var að gefa peningaupphæð í gjafasjóð heimilisins, eyrnamerkt slysavörnum eins og formaðurinn sagði í sinni ræðu þegar gjöfin var afhent.

Á heimilinu búa margir félagsmenn deildarinnar og margir fyrrverandi og núverandi starfsmenn hafa unnið þar og því er okkur ljúft og skylt að leggja okkar að mörkum til að vinna að slysavörnum á heimilinu.

Það var sama hver tók til máls undir hátíðarhöldunum hann lofaði starfssemina, starfsfólkið og þá hlýju sem fólk finnur þegar það heimsækir Dalbæ.

Við óskum heimilinu alls hins besta í framtíðinni.

Athugasemdir