Endurskinsvesti

Slysavarnadeildin Dalvík gefur nemendum endurskinsvesti. Það eru fyrstu bekkingar sem fá vestin að hausti með fræðslu og hvatningu um að nota þau. Vestin eru rúm á börnin þannig að þau komist yfir töskur fyrsta árið. Það er aldrei of varlega farið í umferðinni og vestin geta bjargað mannslífi. Noti börnin vestin sjást þau mun fyrr en ella í myrkrinu. Hvetjum foreldra til að klæða börnin í vestin á hverjum morgni á meðan dimmt er.

Athugasemdir