Flugelda í heimabyggð

Ágætu landsmenn. Nú fer flugeldasala af stað. Björgunarsveitir víðs vegar um landið selja flugelda, tertur og alls konar pakka. Um fjáröflunarstarfsemi sveitanna er að ræða. Mjög mikilvæg meira að segja. Unnið er að því hörðum höndum að takmarka sölu flugelda í framtíðinni með það fyrir augum að stoppa hana m.t.t. umhverfissjónarmiða. Enn sem komið er hafa menn ekki fundið lausn hvernig megi finna nýjan tekjustofn fyrir björgunarsveitir í stað flugelda. Vonandi finnst lausn á því.

Sala hjá flestum ef ekki öllum björgunarsveitum er hafin. Við hvetjum fólk til að styrkja sína sveit og nágrannasveitir ef því er að skipta. Þetta er þeir aðilar sem koma fyrir eitt símtal og aðstoða þig og þína ef á þarf að halda. Björgunarsveitafólk spyr ekki um dag, klukku eða eðli verkefnisins. Þau mæta. Við eigum þessum aðilum mikið að þakka.

Styrkjum björgunarsveitir með flugeldakaupum eða rótarskotum.

 

 

Athugasemdir