Hugur okkar hjá Seyðfirðingum

Eins og landsmenn allir eru félagar deildarinnar með hugann hjá Seyðfirðingum. Móðir náttúra lætur ekki að sér hæða þegar hún fer af stað. Miklar eyðileggingar í bæjarfélaginu og mörg sár á sálum manna. Björgunarsveitin Ísólfur sem og Rauða kross deildin óskuðu eftir fjárstuðningi. Deildin hefur lagt sitt að mörkum sem og aðrar slysavarnadeildir. Kjörorðið margt smátt gerir eitt stórt á svo sannarlega vel við.

Athugasemdir