Jólafundurinn tókst vel, þrátt fyrir leiðinlegt veður

Veðurguðirnir voru deildinni ekki hliðhollur laugardaginn 1. desember þegar jólafundurinn var haldinn. Í hádeginu snæddum við hangikjöt og meðlæti. Því miður urðu nokkrir félagsmenn að afboða vegna veðurs. Hinir héldu ótrauðir áfram.

Eftir matinn sagði formaður frá fulltrúaráðsfundinum sem var helgina áður. Slysavarnafélagið Landsbjörg er stórt félag og krefst orðið ákveðinna breytinga. Ekki þykir mönnum lengur eðlilegt að formaður starfi í sjálfboðnu starfi þar sem starfið er mjög  viðamikið.

Tælandsfarar sögðu frá því helsta frá heimsráðstefnu slysavarna. Deildin getur nýtt sér eitthvað sem koma fram þar og mun gera á nýju ári.

Dagur sjálfboðaliðans var í gær og verður félagsmönnum seint þakkað það starf sem þeir inna af hendi fyrir deildina.

 

Athugasemdir