Hugheilar jólakveðjur til ykkar kæru landsmenn

Óveður geysaði á landssvæði okkar sem og annarra um miðjan desember. Fólk fyllist þakklæti þegar það hugsar um framlag björgunarsveitanna meðan ósköpin dundu yfir.

Mörg sveitarfélög hafa þakkað fyrir sig með auknu fjárframlagi til sveitanna, sem er vel, og ríkið til regnhlífasamtakanna. Þakkarvert, þó framlag björgunarsveitarfólks verði aldrei fullþakkað.

Það er von okkar að björgunarsveitarfólk geti haldið jólin hátíðleg með sínum og förum því ekki af stað nema færð leyfir. Gætum að kertum og höfum varann.

Gleðilegustu jólin eru slysalaus jól. Farið að öllu með gát.

Stjórnin.

Athugasemdir