Kaup á flugeldum

Skiptar skoðanir eru um flugeldasölu á landinu. Öllum er ljós mengunin. Framleiðendur hafa unnið með þann þátt í því skyni að minnka mengunarvalda. Hitt er, að flugeldasala er fyrirferðamikill liður í fjáröflun björgunarsveita. Verði flugeldasala bönnuð verður fjármagn að koma einhvers staðar frá á móti. Björgunarsveitir reka sig ekki á áhuganum einum.  Flugeldar eru pantaðir með margra mánaða fyrirvara, byggð á sölu fyrri ára og verði þeir ekki seldir í ár safnast upp birgðir.

Við hvetjum fólk til að kaupa flugelda, styðja við bakið á björgunarsveit í hverju héraði. Meðlimir sveitanna leggja á sig ómælda vinnu til að þjónusta landsmenn.

Athugasemdir