Ágætu félagsmenn.

Síðan er komin í lag. Hún hefur legið niðri vegna tækilegra örðugleika um hríð.

Í framtíðinni mun formaður deildarinnar reyna að skrifa hér inn og deila á snjáldursíðuna.

Sjómannadagsmessan gekk vel. Við bökuðum vöfflur handa messugestum því ekki var hægt að hafa hefðbundið sjómannadagskaffið. Ungliðar báru krans og fána eins og venja er.

Kolbrún Pálsdóttir var sæmd heiðursmerki Sjómannadagsráðs í ár en hún var formaður deildarinnar í fjöldamörg ár. Hún er vel að þessu komin.

Aðalfundur deildarinnar var haldinn og stjórnin er óbreytt. Gjaldkeri starfar áfram utan stjórnar.

Kleinubaksturinn gekk vel. Góð fjáröflun. Takk þið sem lögðuð hönd á plóg í þeirri vinnu.

Fiskidagurinn mikli verður ekki og því engin kleinusala eins og undanfarna áratugi.

Jarðskálftar hafa hrellt okkur undanfarið og minnum við á að fólk kynni sér viðbragðaáætlun vegna jarðskálfta.

 

Athugasemdir