Minningardagur fórnarlamba umferðarslysa

Í dag, 15. nóvember, er minningardagur þeirra sem lent hafa í umferðarslysi. Slysin eru margs konar og áhrifin sömuleiðis. Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur staðið að minningardegi þriðja sunnudag í nóvember en í ár verður dagurinn öðru hætti vegna fjöldatakmarka.

Sömu sögu er að segja hjá Slysavarnadeildinni Dalvík, í ár verður ekki minningarathöfn.

Nú sem ávallt viljum við minna íbúa landsins á að fara varlega. Slys gera ekki boð á undan sér en hver og einn getur gert ýmislegt til að bæta sig sem ökumann. Við hvetjum fólk til að líta í eigin barm. Akstur og eituefni, af hvaða tagi sem það er, á ekki saman. Símann á ekki að nota undir akstri. Fara á varlega í hálku og aka eftir aðstæðum. Verið vel úthvíld við akstur. Notið alltaf bílbelti. Munum barnabílstóla og sæti fyrir börnin.

Afleiðingar slysa eru ekki alltaf sjáanlegar þó við fáum fréttir af að allir hafi sloppið ómeiddir. Margir eiga við andleg veikindi að stríða í kjölfar bílslyss, þeir bera það ekki utan á sér. Að lenda í slysi þar sem lífi er ógnað hefur oftar en ekki alvarleg áhrif á sálina sem getur leitt til líkamlegra kvilla.

Margir hafa kvatt ástvin vegna umferðarslyss og þeim sársauka getur enginn lýst nema sá sem hefur lent í því.

Fréttamiðlar færa okkur gjarnan fréttir af slysum og má sjá bæði gamlar og nýjar fréttir. Alveg sama hvernig slysin enda eiga margir um sárt að binda.

„Auðvitað er krökkunum brugðið eftir þetta atvik enda þó svo þau hafi sloppið ómeidd. Án nokkurs vafa er það beltunum að þakka.“ 

,,Bifreiðin var óökufær eftir áreksturinn en talið er að ökumaðurinn hafi verið með farsíma sinn í höndunum og því misst stjórn á bifreiðinni.”

,, Bifreið valt á Suðurstrandarvegi í vikunni þegar ökumaðurr missti stjórn á henni í hálku.”

,, Fimm manns létust í tveimur bílslysum í fyrradag.”

,, Próflaus öku­maður sem auk þess var undir á­hrifum eitur­lyfja ók bif­reið sinni framan á bifreið.”

 Slysavarnadeildin sendir þeim sem eiga um sárt að binda vegna afleiðinga umferðarslysa bestu kveðjur.

Helga Dögg Sverrisdóttir, formaður

 

Athugasemdir