Minnum á björgunarvestin

Árið 1997 settu félagar slysavarnadeildarinn fyrstu björgunarvesti í kassa á höfininni. Vestin eru fyrir börn sem leika sér við höfnina og veiða. Bæjarbúar vita af vestunum og hvetja börnin til að nota þau. Getur skilið milli lífs og dauða að barn noti vesti við höfnina.

Árið 2016 voru nokkur vesti endurnýjuð og til stendur að endurnýja fleiri.

Heilt yfir ganga notendur vel um vestin sem er ánægjulegt. Því lengur duga þau.

Myndin er frá 2016 þegar við skiptum út nokkrum vestum.

Athugasemdir