Rafhlöðusala- 5. desember

Slysavarnadeildin Dalvík mun selja rafhlöður í reykskynjara í Bergi á aðventuröltinu fimmtudaginn 5. desember frá kl. 19:00-22:00. Rafhlöðusalan er drjúg fjáröflun fyrir deildina og fer afrakstur sölunnar til slysavarna í bæjarfélaginu.

Auk þess munum við selja reykskynjara með 10 ára rafhlöðuendingu. Sjá mynd. Frekari upplýsingar á söluborðinu.

Endurskinsmerki verða seld á vægu verði. Mikilvægt að sjást þegar dimma tekur.

Treystum sem fyrr á íbúa bæjarfélagsins. Hægt að senda okkur póst ef þið viljið panta eitthvað af því sem við höfum til sölu á netfangið slysavarnadeildindalvik@gmail.com

Sjáumst á aðventuröltinu.

Athugasemdir