Reykskynjara og rafhlöðusala á næstu vikum

Slysavarnadeildin situr ekki auðum höndum þrátt fyrir kórónuveiruna.

Við steiktum kleinur í sumar og seldum.

Við afhentum fermingarbörnum reykskynjara.

Við afhentum endurskinsvesti í 1. bekk eða báðum stjórnendur skólans að gera það í ljósi aðstæðna.

Við gefum heyrnaskjól til ungbarna og heilsugæslan sér um að afhenda foreldrum þau.

Nú ætlum við að prófa reykskynjara og rafhlöðusölu í gegnum síma og net. Á næstu dögum kemur auglýsing frá okkur inn á heimili á Dalvík. Vonandi náum við að senda tölvupóst í sveitina. Reykskynjarnarnir eru optískir og duga rafhlöðurnar í 10 ár. Þeir eru seldir á 4000 kr. Rafhlöðurnar eru í eldri gerðir reykskynjara og kostar 600 kr. Hægt að panta í gegnum síma og netföng. Netfang deildarinnar er slysavarnadeildindalvik@gmail.com og má panta í gegnum það.

Von okkar er að bæjarbúar taki vel í söluna. Mikilvægt að ítreka að nauðsynlegt er að skipta reglulega um rafhlöður í reykskynjurum.

Athugasemdir