Reykskynjarar til 8. bekkinga

Fulltrúi deilarinnar afhenti kennara í Dalvíkurskóla reykskynjara til að gefa nemendum í 8. bekk. Við höfum gefið fermingarárgangi reykskynjara til fjölda ára. Vegna aðstæðna í samfélaginu ákváðum við að láta kennara eftir að afhenda þá. Foreldrar fengu bréf frá deildinni þar sem við minnum á mikilvægi fræðslu um reyksk ynjara og gagnsemi þeirra. Algengt er að unglingar hafi raftæki inni í herberginu sem þurfa hleðslu en slíkt eykur hættu á eldsvoða. Farið að öllu að gát þegar tæki eru í hleðslu.

 

Athugasemdir