Sjómannadagskaffinu aflýst

Gleðilegt sumar.

Okkur þykir leitt að tilkynna að Slysavarnadeildin Dalvík mun ekki bjóða upp á kaffi og með því á Sjómannadaginn 7. júní. Ástæðan er eins og alþjóð veit ástandið í samfélaginu. Félagar deildarinnar hafa ekki tök á að framfylgja reglum sem sóttvarnalæknir setti.

Að ári munum við blásum við til sóknar og vonum að velunnarar okkar standi þá klárir.

Sama er með Fiskidaginn mikla. Hann var flautaður af og því kleinusalan okkar með. Gestir Fiskidagsins hafa stutt dyggilega við deildina með kaupum á kleinum.

Starfssemi deildarinanr er verulega skert þetta árið og við það verður að una.

Mikilvægt er að fara eftir reglum sem okkur eru settar.

Vonandi leggst landinn í ferðlög innanlands til að skoða náttúruna sem við státum okkur af. Margir landsmenn eiga eftir að skoða landið sitt og því gefst gott tækifæri til þess í sumar. Færra fólk verður á ferðinni, eins og útlitið er í dag og því nóg af gististöðum.

Athugasemdir