Slysavarnamessa sunnudaginn 17. nóvember

Slysavarnadeildin Dalvík leggur sitt að mörkum á alþjóðadegi fórnarlamba umferðarslysa.  Hér má sjá auglýsingu viðburðarins.

 

Slysavarnamessa

verður haldin í Dalvíkurkirkju sunnudaginn 17. nóvember sem er alþjóðlegur minningardagur fórnarlamba umferðarslysa.

Messan hefst kl. 11:00

Séra Jónína Ólafsdóttir prédikar

Í messunni er fórnarlamba umferðarslysa minnst. Heiðrum starfsstéttir sem koma að björgun fólks og hjúkrun eftir umferðarslys.

Ræðumaður: Felix Jósafatsson fyrrverandi varðstjóri.

Eftir messu munu félagar úr Slysavarnadeildinni bjóða upp á kaffi og vöfflur í safnaðarheimilinu.

Hvetjum íbúa til þátttöku og björgunaraðila, lögreglu, sjúkraflutningamenn og hjúkrunarfólk að mæta í einkennisfatnaði.

Stjórn Slysavarnadeildarinnar Dalvík

Athugasemdir