Slysavarnir- umræða á þinginu

Umræðuhópar störfuðu á þingi Landsbjargar. Slysavarnahópurinn hittist í matsal grunnskólans. Þar fengum við yndislega undirtóna þar sem tónlistarskólinn var í næsta nágrenni við okkur.

Rætt um að koma þurfi upp skipulagi um verkferla á hvern hátt slysavarnadeildir séu virkjaðar þegar stórar æfingar eru eða útköll. Miklar umræða sköpuðust. Hópurinn ákvað að semja áskorun til stjórnar um málið með von um að þeir taki hana fyrir. Það er aldrei svo að deild verði skyldug til þátttöku.

Áskorunin hljómar svo:

Umræðuhópur um slysavarnar skorar á stjórn að skoða á hvern hátt megi virkja slysavarnadeildir í stærri æfingum og aðgerðum, sem hlutverk deilda í þeim aðgerðum.

Þátttaka eininga á minningardegi látinna í umferðarslysum

Rædd var tillaga um að einingar skipuleggi dag látinna í umferðinni. Slysavarnadeildin á Patreksfirði gerði það mynduglega og upp úr því spratt hugmyndin. Á Reykjavíkursvæðinu er dagurinn formfastur við Borgarspítalann. Hugmyndir er að opna hús eininga, ræða efnið í bæjarblöðum, kaffisölu, ræða við borgarstjóra, o.fl. Hver og ein deild þarf að skoða hvort hún vilji taka þátt. Dagurinn er annar sunnudagur í nóvember og yrði formlegur um allt land í umsjón slysavarnadeilda ef af verður.

 

Athugasemdir