Starf deildarinnar í lágmarki

Stjórn deildarinnar hefur haldið starfinu í lágmarki vegna aðstæðna í samfélaginu. Við kláruðum aðalfund þannig að starfshæf stjórn verður fram að þeim næsta.

Engir félagsfundir eru á döfinni og ekki tekin ákvörðun um jólahádegisverðinn. Kemur í ljós þegar nær drengur. Hann verður auglýstur með stuttum fyrirvara ef af verður. Þjóðin og sóttvarnalæknir hefur þetta allt í höndum sér.

Við gáfum fermningarbörnum reykskynjara á fermingardaginn í sumar. Óvenjulegar aðstæður svo ekki sé meira sagt.

Í september framkvæmdu fjórir félagar okkar umferðarkönnun fyrir deildina. Könnunin er gerð í samstarfi við Samgöngustofu og voru ýmis atriði við akstur könnuð.

Í næstu viku fá 1. bekkingar endurskinsvestin sín. Starfmenn skólanna munu dreifa þeim þar sem takamarka á umgengni inn í skólanna. Við virðum það.

Myndin af þessu heiðursdrengjum er gömul.

 

Athugasemdir