Styttist í steikingardagana

Félagar í deildinni munu hittast tvo daga í næstu viku, mánu- og fimmtudag, til að steikja kleinur og soðið brauð ofan í gesti Fiskidagsins mikla. Við eigum trygga kaupendur sem fagna okkur ár eftir ár á tjaldstæði bæjarins. Við erum þeim þakklát.

Margir leggja hönd á plóg og þegar það er gert verður öll vinnan mun léttari. Félagar deildarinnar hafa skemmt sér konunglega á meðan baksturinn stendur yfir. Mikið hlegið og dásamlega samvera. Við hvetjum félagsmenn okkar sem vilja bætast í hópinn að skrá sig á snjáldursíðunni.

Athugasemdir