Takk fyrir komuna og stuðninginn

Að venju var fjölmenni í Sjómanndagskaffi deildarinnar.  Félagar okkar lögðu hönd á plóg og lögðu fram dýrindis brauð og kökur. Allt rann þetta ljúflega ofan í gesti okkar. Við þökkum hverjum og einum fyrir komuna og stuðninginn.

Við þökkum Axelsbakaríi fyrir stuðninginn sem og Kjarnafæði. Vélvirki og Artcic Ventura lögðu einnig sitt að mörkum með því að bjóða starfsmönnum sínum í kaffi og Samherji kaupir afgangs brauð handa sínu fólki.

Deildin fékk hrós frá gestum, frá Akureyri, sem hafa heimsótt okkur undanfarin sex ár og vildi láta okkur vita að þetta væri besta og fallegasta kaffihlaðborð sem þau hefðu séð.

Athugasemdir