Umferðakönnun og slysavarnaráðstefna

Félagar deildarinnar tóku þátt í umferðarkönnun Samgöngustofu s.l. miðvikudag. Skoðaðir voru ýmsir þættir, s.s. bílbeltanotkun og símanotkun. Fjórir félagar stóðu vaktina á tveimur stöðum í bænum og tók könnunin um klukkustund. Niðurstöður verða birtar síðar og þá munum við gera þeim skil.

Framundan er slysavarnaráðstefna Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Helgina 11-12. október. Hvetjum félagsmenn til að mæta og hlusta á áhugaverð erindi og taka þátt. Ráðstefnugjald er 9.900 krónur.

Hér má sjá dagskrá ráðstefnunnarinnar… https://mailchi.mp/landsbjorg/slysavarnir2019-slmolar001?fbclid=IwAR2eAZDXGdChVDtl68uJNdvtuBtOEi0d6_DIkknd1XPNRXfvHXyUpwch9Og

Athugasemdir