Úr skýrslu formanns

Starfsárið hefur verið hefðbundið. Að venju gefur deildin ungbarnagjafir en börn fá eyrnaskjól við 6. mánaða skoðun. Nemendur í fyrsta bekk fá endurskinssvesti og nemendur í 8. bekk fá reykskynjara. Stjórnin ákvað að gefa þeim nýrri tegund reykskynjara sem dugir í 10 ár án þess að skipta út rafhlöðu.

Allt árið fylgjumst við með björgunarvestum á bryggjunni. Tekin var ákvörðun að taka þau ekki í hús yfir vetrartímann, þar sem þau eru af og til í notkun.

Á vordögum tóku tveir stjórnarmenn þátt í vinnusmiðju á Akureyri. Fræðslan kom frá stjórnarmönnum í Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Fróðlegt í alla staði.

Slysavarnafélagar frá Hofsósi komu í heimsókn. Tekið var á móti þeim í húsnæði deildarinnar, keyptar samlokur og hellt upp á kaffi. Við kynntum deildina og það helsta sem við gerum og heyrðum síðan um þeirra starf. Við fögnum svona heimsókn.

 

Framhald síðar…

Athugasemdir