Válynd veður og björgunarsveitirnar

Mikið hefur gengið á í upphafi árs. Veðrið hefur leikið okkur grátt hér á landi og samkvæmt spá er ekki lát á vondu veðri. Búsast má við appelísum gulum viðvörunum í kvöld og morgun.

Björgunarsveitirnar í landinu hafa staðið í ströngu eins og alþjóð veit. Margs konar verkefni hafa komið á borð þeirra. Öll erfið, miserfið. Alltaf mæta þeir kallinu eins og sannir skátar, ávallt viðbúinn.

Þegar spáð er vondu veðri er nauðsynlegt að fara að öllu með gát. Fylgjast þarf vel með veðurspá ætli fólk að ferðast á milli staða og ekki bara klst. sem það leggur í hann heldur nokkrar klst. fram í tímann. Veður á Íslandi geta breyst á örskammri stund.

Flestir landsfjórðungar hafa fundið fyrir veðrinu, mismikið þó.

Hugur fólks er hjá þeim sem hafa slasast, misst ástvini, eða lent slysum sem hafa oðið undanfarið.

Flóðin fyrir vestan hafa hafa hnippt í marga sem bregðast við með ólíkum hætti. Leita þarf hjálpar ef hugsanir um fyrri áföll árgerast. Góður vinur til að tala við, læknir, prestur, kennari, sálfræðingur, náms- og starfsráðgjafi eða folk frá Rauða krossinum. Skiptir engu hver áhreyrandinn er, gott og nauðsynlegt að tala um upplifun sína. Sálræn skyndlihjálp er mikilvæg á svona stundum. Fólk þarf góðan hlustanda. 

 

Athugasemdir